Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Árni kom við sögu í markalausu jafntefli

Árni Vilhjálmsson spilaði í dag sinn annan leik með nýja liði sínu, Chornomorets Odessa.

Mynd: Skjáskot af vef Chornomorets Odessa.

Árni Vilhjálmsson kom í dag inn á sem varamaður á 73. mínútu og spilaði þar með sinn annan leik með nýja félagi sínu, Chornomorets Odessa.

Árni gekk í raðir félagsins fyrir nokkrum vikum á lánssamningi frá pólska félaginu Termalica Nieciecza út þetta keppnistímabil.

Liðið hans var að mæta Mariupol í úkraínsku úrvalsdeildinni. Ekkert mark var skorað í leiknum og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Tólf lið leika í úkraínsku úrvalsdeildinni og aðeins einn leikur er eftir af hefðbundnu keppnistímabili. Eftir síðustu umferðina tekur við umspil í deildinni. Efstu sex liðin munu berjast um meistaratitilinn eftirsótta en neðstu sex fara í umspil þar sem skorið verður úr hvaða lið falla niður um deild.

Chornomorets Odessa situr í 11. sæti deildarinnar, með 16 stig, og mun því fara í síðaranefnda umspilið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun