Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Árni held­ur áfram að skora í Úkraínu

Árni Vilhjálmsson skoraði í dag sitt fimmta mark í úkraínsku úrvalsdeildinni þegar lið hans vann afar mikilvægan sigur.

Mynd/Odessa

Árni Vilhjálmsson skoraði í dag sitt fimmta mark fyrir Chornomorets Odessa í úkraínsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann afar mikilvægan 3-1 sigur gegn Karpaty í fallriðli deildarinnar.

Árni gekk í raðir Chornomorets fyrr á árinu frá pólska félaginu Termalica Nieciecza að láni og hefur svo sannarlega fundið fjölina sína með sínu nýja liði í Úkraínu. Hann er nú kominn með fimm mörk í tíu leikjum fyrir Chornomorets.

Með sigrinum lyfti Chornomorets sér upp úr neðsta sæti í fallriðli úkraínsku deildarinnar og upp í það næstneðsta, en neðsta sætið fellur beint niður um deild.

Árni skoraði fyrsta mark Chornomorets á 9. mínútu í leiknum og hélt liðið þeirri forystu þar til korter lifði leiks þegar Karpaty jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu. Aðeins mínútu síðar náði Chornomorets aftur forystu og á 83. mínútu leiksins kom þriðja markið hjá liðinu. 3-1 sigur hjá Árna og félögum.

Chornomorets á tvo leiki eftir í riðlinum, gegn Vorskla og Desna, sem eru í efstu tveimur sætunum í fallriðlinum.

Mark Árna í dag: 

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið