Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Ari skoraði eitt og lagði upp tvö – Myndband

Ari hef­ur leikið vel með U17 ára liði Bologna. Hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö um síðustu helgi.

Mynd/@sgiovanilebfc

Ari Sigurpálsson átti góðan leik fyrir U17 ára lið Bologna þegar liðið hafði betur gegn U17 liði Pordenone, 5-0, síðasta sunnudag.

Ari spilaði stórt hlut­verk í sigr­in­um en hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö í leiknum. Hon­um var skipt af leik­velli á 70. mín­útu leiksins.

U17 ára lið Bologna leikur í B-riðli U17 ára liða á Ítalíu og með sigrinum fór liðið upp í fjórða sætið þegar leikn­ar hafa verið 18 um­ferðir.

Ari hef­ur leikið vel með U17 ára liði Bologna síðan hann kom til félagsins á láns­samn­ingi frá HK. Hann hefur á tímabilinu leikið 11 leiki og skorað í þeim fjögur mörk, auk þess sem hann hefur lagt upp sjö mörk fyrir samherja sína. Ari verður á Ítalíu fram á vorið en Bologna hef­ur for­kaups­rétt á hon­um meðan á láns­dvöl­inni stend­ur.

Þá hefur Ari bæði farið á æfingar með aðalliði Bologna og U19 ára liði félagsins á leiktíðinni.

Markið sem Ari skoraði um síðustu helgi má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið