Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ari Freyr útil­ok­ar að snúa aft­ur til Sundsvall

Ari Freyr útilokar þann möguleika að leika aftur með sænska liðinu Sundsvall.

Ari Freyr í leik með Lokeren.

Ari Freyr Skúlason ætlar ekki leika aftur fyrir sænska liðið GIF Sundsvall, sem hann lék með frá 2008 til 2013, en félagið hefur sýnt honum mikinn áhuga þegar ljóst varð að hann ætlaði að róa á önnur mið í sumar. Frá þessu er greint frá á Sundsvalls Tidning og Tipsbladet í Danmörku segir einnig frá.

Ari Freyr er sem stendur samningsbundinn belgíska liðinu Lokeren en samningur hans við félagið rennur út í næsta mánuði.

Framundan er langur félagsskiptagluggi hjá Ara Frey og hann getur því tekið sér góðan tíma til að finna sér nýtt félag. Hann útilokar hinsvegar að snúa aftur til Sundsvall í Svíþjóð.

„Ég er stoltur af áhuganum en mig langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Ari í samtali við Sundsvalls Tidning nú á dögunum.

Leiktíðin hjá Ara Frey og samherjum hans í Lokaren var afar erfið og gengi liðsins var mjög dapurt. Liðið endaði að lokum í botnsæti belgísku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimm sigra og 20 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir