Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Ari Freyr tryggði jafn­tefli

Ari Freyr tryggði Oostende stig þegar hann skoraði fyrir liðið úr vítaspyrnu í Belgíu í kvöld.

Ari Freyr fagnar marki í kvöld. Mynd/HLN

Ari Freyr Skúlason tryggði belgíska liðinu Oostende 2-2 jafntefli gegn Kortrijk í efstu deild Belgíu í kvöld. Ari Freyr var að venju í byrjunarliðinu og lék allan leikinn.

Bakvörðurinn tók vítaspyrnu fyrir lið sitt og jafnaði leikinn í 2-2 á 89. mínútu og sá til þess að Oostende tapaði ekki leikn­um.

Oostende er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir sex umferðir með þrjá sigra, tvö töp og nú eitt jafntefli. Liðið vann sína fyrstu tvo leiki á tímabilinu og eftir þá fylgdu tveir tapleikir en liðið hrósaði sigri í síðustu umferð.

Þá lék Kolbeinn Þórðarson fyrstu 82. mínúturnar með liði sínu Lommel sem gerði 1-1 jafntefli við Roeselare í belgísku 1. deildinni. Lommel er í 6. sæti og hefur 2 stig eftir fjórar umferðir.

Fyrsti byrj­un­arliðsleik­ur Arons í Ung­verjalandi

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Újpest þegar liðið beið lægri hlut fyrir Budapest Honved, 3-2, í efstu deild Ungverjalands í dag. Þetta var fyrsti byrj­un­arliðsleik­ur Arons í deildinni síðan hann gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki fyrr í sumar.

Aron lék fyrri hálfleikinn og var skipt af velli í hálfleik. Újpest er í 8. sæti með 4 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið