Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ari Freyr spilaði allan leikinn í tapi

Ari Freyr og félagar í Oostende töpuðu öðrum leik sínum í röð

Mynd/Twitter

Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Oostende er liðið heimsótti Gent í belgísku úrvalsdeildinni. Lokatölur urðu 2-0 fyrir gestina en bæði mörkin komu í upphafi síðari hálfleiks.

Oostende byrjaði deildina á tveimur sigrum en hefur nú tapað í síðustu tveimur leikjum og situr í 9. sæti deildarinnar. Ari Freyr hefur spilað alla leikina á þessu tímabili fyrir liðið. Næsti leikur liðsins er svo gegn KV Mechelen um næstu helgi.

Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking í norsku úrvalsdeildinni, er Strömgodset kom í heimsókn. Leikurinn endaði með öruggum 4-0 sigri Viking. Þetta var annar sigurleikur Viking í röð en liðið hafði ekki unnið í fimm síðustu leikjum þar á undan.

Viking er í 7. sæti með 25 stig eftir 18 leiki. Samúel er búinn að spila alla 18 leikina á þessu tímabili og skorað í þeim eitt mark og gefið eina stoðsendingu. Næsti leikur liðsins er svo gegn Ranheim á heimavelli að viku liðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun