Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ari Freyr skoraði í svekkj­andi jafn­tefli

Ari Freyr var á skot­skón­um í svekkjandi jafntefli í Belgíu í kvöld.

Ari Freyr fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/walfoot.be

Ari Freyr Skúlason skoraði síðara mark belgíska liðsins Oostende sem gerði 2-2 jafntefli við Royal Excel Mouscron á heimavelli í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Oostende var með 1-0 forystu í hálfleik en Royal Excel Mouscron-liðið jafnaði metin á 68. mínútu, áður en Ari Freyr skoraði úr víta­spyrnu þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Hægt er að horfa á markið hér.

Allt stefndi í sigur Oostende en Royal Excel Mouscron náði að knýja fram jafntefli að lokum með marki af stuttu færi í kjölfar aukaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 2-2.

Oostende hef­ur ekki náð að vinna deildarleik í síðustu tíu leikjum sínum og er í 14. sæti deildarinnar með 12 stig, en liðið vann fyrstu tvo leiki sína á leiktíðinni, gegn Anderlecht og Cercle Brugge.

Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Dijon þegar liðið tapaði fyrir Monaco, 1-0, í frönsku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex fékk höfuðhögg á æfingu í gær og gat ekki gefið kost á sér í kvöld.

Dijon er í 19. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 13 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun