Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Ari Freyr skoraði eina mark Oostende – Myndband

Ari Freyr skoraði eina mark Oost­ende í belg­ísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mynd/cerdt.be

Ari Freyr Skúlason skoraði eina mark Oostende þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ari Freyr var að vanda í byrjunarliði Oostende og lék allan leikinn en hann kom liðinu yfir á 23. mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálf­ur. Damien Marcq jafnaði metin fyrir Zulte Waregem á 33. mínútu og þar við sat í markaskorun. Markið sem Ari Freyr skoraði í leiknum má sjá með því að smella hérna.

Aðeins þrjár hefðbundnar umferðir eru eft­ir í deilda­keppn­inni og Oostende er áfram í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 22 stig úr 27 leikjum. Cercle Brugge og Waasland-Beveren eru í sætunum fyrir neðan Oostende og hafa bæði 20 stig, en botnliðið mun falla beint niður um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið