Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ari Freyr og félagar í Oostende aftur á sigurbraut – Rúnar Alex enn án sigurs

Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Oostende sem komst aftur á sigurbraut í belgísku úrvalsdeildinni

Mynd/Twitter

Ari Freyr Skúlason var að venju í byrjunarliði Oostende sem mætti KV Mechelen í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld. Oostende vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Markalaust var í fyrri hálfleik en á 65. mínútu komst Oostende í forystu með marki frá Fashion Sakala eftir sendingu frá Kevin Vandendriessche. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði William Togui metin fyrir Mechelen en Kevin Vandendriessche kom Oostende aftur yfir á 78. mínútu og þar við sat.

Oostende er í 6. sæti með 9 stig eftir 5 umferðir með þrjá sigra og tvö töp. Liðið vann sína fyrstu tvo leiki á tímabilinu og eftir þá fylgdu tveir tapleikir þar á eftir.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu hjá Dijon í þriðju umferð frönsku úrvalsdeildarinnar er liðið mætti Bordeaux. Dijon tapaði leiknum með tveimur mörkum gegn engu. Dijon er því enn án stiga og situr í 18. sæti deildarinnar eftir þrjár umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun