Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ari Freyr í liði vik­unn­ar

Ari Freyr er í liði vik­unn­ar fyr­ir frammistöðu sína með Oostende um liðna helgi.

Mynd/Twitter

Landsliðsmaður­inn Ari Freyr Skúlason, leikmaður K.V. Oostende, er í liði vik­unn­ar í belgísku úrvalsdeildinni hjá knatt­spyrnu­vefn­um Voetbalprimeur.

Ari Freyr átti góðan leik fyrir Oostende þegar liðið vann 3-1 heimasigur gegn Cercle Brugge um liðna helgi. Oostende lenti undir snemma í leiknum en átti flotta endurkomu og fagnaði góðum sigri.

Ari Freyr átti þátt í einu marki Oostende í leiknum þegar varnarmaður Cercle Brugge varð fyrir því óláni að skora í eigið mark eftir hornspyrnu sem Ari Freyr hafði tekið.

Ari Freyr, sem gekk í raðir Oostende frá Lokeren í vor, fer frábærlega af stað með sínu nýja liði sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og er með fullt hús stiga í 5. sæti deildarinnar.

 

View this post on Instagram

 

Een nieuwe speeldag en weer heel wat uitblinkers! Dit is de VP 11 van de speeldag.

A post shared by VoetbalPrimeur.be (@voetbalprimeur.be) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir