Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ari Freyr geng­inn til liðs við KV Oostende

Ari Freyr hefur gengið í raðir belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Oostende á tveggja ára samningi.

Mynd/Twitter

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason hefur gengið í raðir belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Oostende. Ari Freyr gerir tveggja ára samning við félagið, sem greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. 

Ari Freyr sagði skilið við nýfallið lið Lokeren úr belgísku úrvalsdeildinni og ákvað ekki að framlengja samning sinn við félagið sem átti að renna út á næstunni.

Ari Freyr, sem er 32 ára, þekkir vel til í belgísku úrvalsdeildinni en í henni á hann að baki 89 leiki með Lokeren þar sem hann að auki skoraði 12 mörk og lagði upp önnur 11.

„Ég er ánægður með að geta byrjað nýjan kafla hér með þessum félagaskiptum. Í hvert sinn sem ég hef spilað hérna í Oostende varð ég heillaður af þeirra vingjarnlega leikvangi þar sem aðdáendur eru nálægt vellinum. Ég laðaðist einnig að þjálfara félagsins, Kåre Ingebrigtsen, sem ég hef heyrt góða hluti um og ég hlakka mikið til samstarfsins með honum,“ segir Ari Freyr á vefsíðu KV Oostende.

Ari Freyr á að baki 64 A-landsleiki fyrir Ísland.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir