Fylgstu með okkur:

Fréttir

Anton Logi til SPAL

Anton Logi hefur verið lánaður frá Breiðabliki til ítalska liðsins SPAL.

Mynd/Magnús Agnar/Twitter

Anton Logi Lúðvíksson hefur verið lánaður frá Breiðabliki til ítalska liðsins SPAL. Láns­samn­ing­ur fé­lag­anna gild­ir út tímabilið, en SPAL get­ur gengið frá kaup­um á leik­mann­in­um á meðan láns­samn­ing­ur­inn er í gildi.

„Anton Logi var kallaður í meistaraflokkshóp Breiðabliks síðla sumars 2019 og hefur síðan þá verið í æfingahópi meistaraflokks. Í vetur hefur hann komið við sögu í nokkrum undirbúningsleikjum.

Hann kom til að mynda inn á gegn HK í Fotbolti. net mótinu á dögunum þar sem hann lagði upp tvö mörk. Fyrir áramót fór Anton á reynslu til danska úrvalsdeildarfélagsins OB,“ segir m.a. í tilkynningu á vef stuðningsmanna Breiðabliks, blikar.is.

Anton Logi, sem er 16 ára, á að baki 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og hefur í þeim skorað tvö mörk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir