Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Ann­ar sig­ur­inn hjá Ara Frey

Ari Freyr og liðsfélagar hans í Oostende fara vel af stað í belgísku úrvalsdeildinni.

Mynd/Oostende 

Ari Freyr Skúlason og liðsfélagar hans í Oostende fara vel af stað í belgísku úrvalsdeildinni en þeir hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni, síðast gegn Cercle Brugge í kvöld, 3-1.

Oostende lenti undir snemma leiks en átti flotta endurkomu og fagnaði sigri í kvöld. Sidrit Guri jafnaði fyrir Oostende eftir rúmlega hálftíma leik og skömmu síðar varð Idriss Saadi, leikmaður Cercle Brugge, fyrir því óhappi að skora í eigið mark eftir hornspyrnu, en það var Ari Freyr sem átti stærstan heiðurinn af markinu því hann tók hornspyrnuna, sem má sjá hér að neðan. Ari Freyr lék allan leikinn í kvöld.

Guri innsiglaði sigurinn fyrir Oostende þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og lokatölur leiksins urðu 3-1, Oostende í vil.

Ari Freyr gerði tveggja ára samning við Oostende í vor, eftir að hafa sagt skilið við nýfallið lið Lokeren úr belgísku úrvalsdeildinni.

Í B-deildinni í Belgíu spilaði Kolbeinn Þórðaron sínar fyrstu mínútur fyrir Lommel sem beið lægri hlut fyrir Westerlo, 2-0, í kvöld. Kolbeinn hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á og lék síðustu fimm mínúturnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið