Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ann­ar sig­ur Victors og fé­laga í röð

Guðlaugur Victor og félagar unnu í dag sinn annan leik í röð.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt fögnuðu sigri fyrr í dag þegar þeir lögðu Erzgebirge Aue að velli, 1-0, í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðjunni hjá Darmstadt og átti góðan leik, samkvæmt Lampertheimer-Zeitung.

Þetta var ann­ar sig­ur Darmstadt í röð eftir frekar slakt gengi þar á undan en liðið hefur nú 14 stig og er í 7. sæti deildarinnar eftir 11 leiki.

Viðar Örn og Elías Már teknir af velli

Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 64 mínúturnar fyrir Rubin Kazan í markalausu jafntefli gegn Ural í rússnesku úrvalsdeildinni.

Markahrókurinn Viðar er ekki búinn að skora mikið af mörkum fyrir Kazan en hann er aðeins búinn að skora eitt mark í 12 deildarleikjum. Kazan er í 9. sæti með 16 stig eftir 14 umferðir.

Elías Már Ómarsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Excelsior í 3-1 tapi gegn varaliði Ajax í hollensku B-deildinni.

Excelsior, sem féll úr hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er í 5. sæti í B-deildinni með 20 stig eftir 12 umferðir.

Þá var Kristófer Ingi Kristinsson ekki í leikmannahópi Grenoble þegar liðið vann 1-0 útisigur á Auxerre í frönsku B-deildinni. Kristófer hefur ekki enn spilað á tímabilinu vegna meiðsla en Grenoble er í 6. sæti með 18 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun