Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Annað tapið í röð hjá Hirti og félögum

Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Brøndby biðu lægri hlut fyrir Esbjerg í dag.

Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Brøndby sem beið lægri hlut fyrir Esbjerg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Brøndby var í dag að leika sinn fjórða leik í efra umspili dönsku úrvalsdeildarinnar og Hjörtur hefur verið í byrjunarliðinu í öllum þeim leikjum.

Brøndby er enn eftir að hrósa sigri í umspilinu en fyrstu tveir leikirnir enduðu í jafnteflum og síðustu tveir hafa tapast.

Stigasöfnun liðanna í deildinni hélst óbreytt frá því í vetur og Brøndby situr í fjórða sæti í efra umspilinu með 40 stig.

Hjörtur komst fyrir tveimur vikum í bikarúrslit í dönsku bikarkeppninni eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Álaborg í undanúrslitum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun