Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Annað jafntefli hjá Viðari Erni

Viðar Örn spilaði allan tímann í 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Skjáskot/hammarbyfotboll.se

Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í Hammarby gerðu 1-1 jafntefli við Kalmar FF í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Viðar var í byrjunarliði Hammarby í dag og lék allan leikinn.

Þetta var annar leikur Viðars Arnar með Hammarby í deildinni en hann lék allan tímann í 1-1 jafntefli gegn Elfsborg í síðustu viku. Viðar kom til félagsins á láni frá rússneska félaginu Rostov fyrir nokkrum vikum.

Kalmar FF komst yfir eftir hálftíma leik og fór með forystu inn í leikhlé.

Það var svo Nikola Djurdjic sem jafnaði metin fyrir Hammarby á 67. mínútu leiksins. Hann skoraði aftur í uppbótartíma í seinni hálfleik en það mark fékk ekki standa vegna rangstöðu. Lokatölur 1-1.

Þetta var annað jafntefli Hammarby í fyrstu tveimur leikjunum á leiktíðinni og liðið er þar af leiðandi með tvö stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun