Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Anna Rakel lagði upp í Íslendingaslag

Anna Rakel átti stoðsendingu fyrir Linköping sem sigraði Djurgården í Íslendingaslag í dag.

Anna Rakel Pétursdóttir lagði upp mark fyrir Linköping sem sigraði Djurgården, 2-3, í Íslendingaslag í 2. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Anna Rakel var í byrjunarliði Linköping og gerði sér lítið fyrir og lagði upp annað mark Linköping í leiknum.

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Djurgården í leiknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark liðsins og Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru miðverðir.

Linköping skoraði strax á 3. mínútu leiksins og Djurgården jafnaði metin á 19. mínútu. Þremur mínútum síðar tók Anna Rakel hornspyrnu fyrir Linköping og upp úr henni skoraði Lisa Lantz. Anna átti einnig stoðsendingu í 1. umferð deildarinnar þegar Lin­köp­ing vann 5-0 stórsigur á Växjö.

Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik jafnaði Djurgården metin í 2-2 og stuttu síðar varði Guðbjörg Gunnarsdóttir vítaspyrnu fyrir Djurgården, en á 72. mínútu skoraði Linköping sigurmark leiksins. Lokatölur urðu 2-3.

Linköping er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í sænsku úrvalsdeildinni á meðan Djurgården er stigalaust.

Andrea Thorisson kom þá inn á sem varamaður á 62. mínútu þegar Bunkeflo laut í lægra haldi fyrir Orebro, 1-3, í deildinni í dag.

Mynd af Guðbjörgu í leiknum í dag: 

Heimild: Fótbolti.net

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun