Fylgstu með okkur:

Fréttir

Anna Björk framlengir við PSV

Anna Björk hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við PSV um eitt ár.

Anna við undirskrift samningsins í dag. Mynd/PSV

Anna Björk Kristjánsdóttir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við PSV um eitt ár. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag.

Anna Björk gekk í raðir PSV í byrjun árs og gerði samning út leiktíðina, en hún hafði áður leikið með liðunum Örebro og Linhamn Bunkeflo í efstu deild Svíþjóðar.

Anna, sem er 29 ára gömul, leikur sem miðvörður og á að baki 40 leiki með íslenska A-landsliðinu. Þá á hún leiki með öllum yngri landsliðunum Íslands.

„Hin 29 ára gamla Anna Björk stimplaði sig vel inn í sínum fyrsta leik með liðinu í febrúar þegar hún skoraði tvö mörk. Hún býr yfir mikilli reynslu og lék nokkrar leiktíðir í Svíþjóð áður en hún byrjaði að leika í hollensku úrvalsdeildinni. Nýi samningur hennar gildir út næstu leiktíð,“ segir á vef PSV.

„Ég er mjög ánægð með fyrstu mánuðina í Eindhoven og hlakka til að vera hluti af þessu liði á næstu leiktíð og ná góðum árangri,“ sagði Anna Björk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir