Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Andri setti eitt fyr­ir Kaiserslautern

Andri Rúnar skoraði eitt af mörk­um Kaiserslautern í æfingaleik í dag.

Mynd/liga3-online.de

Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði eitt marka þýska C-deildarliðsins Kaiserslautern þegar liðið vann stórsigur á MTK Budapest frá Ungverjalandi, 5-0, í æfingaleik í dag.

Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Kaiserslautern, en á 66. mínútu skoraði Andri Rúnar sitt mark, áður en liðsfélagi hans rak smiðshöggið rétt fyrir leikslok.

C-deildin í Þýskalandi er um þessar mundir í vetrarfríi en deildin fer aft­ur af stað þann 27. janúar. Kaiserslautern leikur einn æfingaleik til viðbótar áður en það mætir Grossaspach í deildinni eftir frí.

Kaiserslautern er í 9. sæti deildarinnar af 20 liðum eftir 20 umferðir. Andri Rúnar hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu en er búinn að skora eitt mark í 10 leikjum í öllum keppnum með Kaiserslautern.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun