Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Andri Rúnar skoraði mark beint úr aukaspyrnu í jafntefli

Bolvíkingurinn Andri Rúnar skoraði beint úr aukaspyrnu þegar lið hans Helsingborgs gerði 1-1 jafntefli í Svíþjóð í dag.

Mynd/Allt Om HIF

Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason komst á blað þegar Helsingborgs gerði 1-1 jafntefl gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Liðin mættust á heimavelli Eskilstuna en Andri Rúnar kom liði sínu Helsingborg yfir með marki beint úr aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Gustav Jarl jafnaði þá metin í 1-1 á 86. mínútu fyrir Eskilstuna og fleiri urðu mörkin ekki.

Andri Rúnar spilaði allan tímann í fremstu víglínu Helsingborg í leiknum í dag en hann var að skora sitt annað mark á leiktíðinni. Hann skoraði í fyrsta leiknum á leiktíðinni og missti af fjórum leikjum í síðasta mánuði vegna meiðsla en sneri síðan aftur í byrjunarliðið hjá liðinu í síðasta leik þar sem hann lagði upp eina mark liðsins í 1-3 tapi gegn AIK.

Andri Rúnar átti stóran þátt í því þegar Helsingborgs tryggði sér á síðustu leiktíð sæti í efstu deild Svíþjóðar með því að verða meistari í B-deildinni þar í landi, en þá gerði hann 16 mörk í 27 leikjum.

Helsingborgs er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 9 stig eftir tíu umferðir.

Mark Andra Rúnars í dag má sjá hér:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið