Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Andri Rúnar skoraði í Íslendingaslag – Sjáðu markið

Andri Rúnar Bjarnason innsiglaði 3-1 sigur Helsingborg í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Mynd/hd.se

Andri Rúnar Bjarnason og liðsfélagar hans í Helsingborg fóru vel af  stað í sænsku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann góðan 3-1 heimasigur á Norrköping í fyrstu umferðinni.

Tveir Íslendingar byrjuðu leikinn. Andri Rúnar lék fyrstu 82. mínúturnar fyrir Helsingborg og Guðmundur Þórarinsson spilaði allan tímann fyrir Norrköping. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Norrköping.

Helsingborg komst yfir snemma í leiknum, á 8. mínútu, en á 20. mínútu náði Norrköping að jafna metin í 1-1. Helsingborg komst aftur yfir á nýjan leik á 36. mínútu og fór með forystu inn í leikhléið. Rasmus Jönsson, liðsfélagi Andra Rúnars, gerði bæði mörk Helsingborg í fyrri hálfleik.

Andri Rúnar innsiglaði að lokum 3-1 sigur fyrir Helsingborg með marki á 80. mínútu og tveimur mínútum síðar var hann tekinn af velli. Þetta var hans fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni, en á síðustu leiktíð gerði hann 16 mörk fyrir liðið í sænsku B-deildinni.

Mark hans í leiknum má sjá hér að neðan

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið