Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Andri Rúnar kominn á blað með Kaiserslautern

Andri Rúnar skoraði í dag sitt fyrsta mark fyr­ir Kaiserslautern.

Andri Rúnar í treyju Kaisers­lautern. Mynd/[email protected]_Teufel

Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Kaiserslautern í æfingaleik í dag en lið hans vann þá 4-1 sigur á FSV Frankfurt.

Andri Rúnar lék allan síðari hálfleikinn í dag og beið ekki lengi með að setja mark sitt á leikinn, því hann skoraði á 47. mínútu leiksins.

Í frétt á Fótbolti.net segir að Andri hefði getað skorað fleiri mörk í leiknum. Engu munaði að Andri skoraði sitt annað mark þegar hann átti skallatilraun sem endaði í markslánni.

Andri Rúnar gekk í raðir Kaiserslautern fyrr í vikunni og gerði tveggja ára samning við félagið eftir að hafa verið hjá sænska félaginu Helsingborgs í rúmt eitt og hálft ár.

Andri Rúnar var að renna út á samningi hjá Helsingborgs í lok árs og félagið ákvað að selja hann í stað þess að missa hann á frjálsri sölu. Íslendingavaktin greindi frá því nú á dögunum að hann hafi kostað Kaiserslautern nærri 3 milljónir sænskra króna, eða um 40 milljónir íslenskra króna.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun