Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Andri Rúnar kom inn á í tapi

Andri Rúnar spilaði í dag tæplega tuttugu mínútur með Helsingborg sem tapaði fyrir Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.

Mynd/hd.se

Andri Rúnar Bjarnason spilaði í dag tæplega tuttugu mínútur með liði sínu Helsingborg sem tapaði 1-0 gegn Kalmar FF á útivelli í 8. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Andri kom í dag inn á 68. mínútu leiksins og var að leika sinn annan leik í röð eftir að hafa misst af fjórum leikjum í aprílmánuði vegna meiðsla. Hann kom einnig við sögu um síðustu helgi þegar Helsingborg gerði 1-1 jafntefli við Djurgården.

Eina mark leiksins kom á 86. mínútu leiksins en það var Viktor Elm sem skoraði fyrrir Kalmar af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Andri Rúnar og samherjar hans í Helsingborg sitja í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 8 stig eftir átta leiki.

Sjá einnig: Andri Rúnar ætlar að slá á efasemdaraddir og vonast eftir fleiri tækifærum með landsliðinu

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun