Fylgstu með okkur:

Fréttir

Andri Rúnar gat ekki klárað æf­ingu í dag – Þrír dagar í fyrsta leik

Andri Rúnar varð fyrir meiðslum með liði sínu í dag þegar aðeins þrír dagar eru í fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni.

Mynd/hd.se

Íslenski framherjinn Andri Rúnar Bjarnason gat ekki klárað æfingu með liði sínu Helsingsborgs í dag. Andri varð fyrir ökklameiðslum en þau eru ekki talin vera alvarleg. Expressen greindi frá.

Helsingborg komst á síðustu leiktíð upp í efstu deild Svíþjóðar og Andri Rúnar var stór ástæða þess. Hann gerði alls 16 mörk fyrir félagið á síðustu leiktíð.

Nýtt tímabil í sænsku úrvalsdeildinni fer af stað um næstu helgi. Óvíst er um þátttöku Andra Rúnars með Helsingborgs sem mætir Norrköping í fyrstu umferðinni.

„Hann [Andri] gæti verið frá í einn dag eða jafnvel fleiri,“ sagði Markus Pettersson, sjúkraþjálfari Helsingborg, við Expressen í dag. Pettersson er hins vegar bjartsýnn á að Andri nái að jafna sig í tæka tíð fyrir leikinn gegn Norrköping um helgina.

Hér að neðan má sjá öll 16 mörk hans á síðustu leiktíð

Mynd af Andra í dag. Mynd/Expressen

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir