Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Andri Lucas varð meist­ari og hreppti gull­skó­inn

Andri Lucas varð meistari með U18 ára liði Real Madrid á æfingamóti og fékk jafnframt gullskóinn.

Mynd/foto.kompas.com

Hinn ungi og efnilegi Andri Lucas Guðjohnsen varð í gær meistari með U18 ára liði Real Madrid á æfingamóti á Balí í Indónesíu er liðið lagði U18 ára lið Inter Milan.

Andri Lucas kom U18 ára liði Real Madrid á bragðið á 27. mínútu og liðið vann að lokum 3-1 sigur.

Andri Lucas fékk eftir leikinn af­hent­an gull­skó­inn fyr­ir að verða marka­hæsti leikmaður­ mótsins með þrjú mörk. Fyrstu tvö mörkin komu gegn úr­valsliði Indó­nes­íu á Balí síðasta miðvikudag, en hægt er að sjá öll mörkin hér að neðan.

Mynd/Instagram

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið