Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Andri Lucas raðar inn mörk­un­um – Skoraði tvö í gær

Andri Lucas skoraði tvö mörk fyr­ir U18 ára lið Real Madrid í gær.

Mynd/kaptivasportsacademy

Hinn ungi og efnilegi Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í gær tvö mörk fyrir U18 ára lið Real Madrid þegar liðið sigraði Moratalaz, 5-0.

Andri Lucas skoraði fyrsta mark leiksins með lag­legu skalla­marki og það síðasta af stuttu færi eftir skyndisókn. Mörkin eru hér að neðan.

U18 ára lið Real Madrid er í efsta sæti í sínum riðli með 49 stig eftir 19 leiki og Andri Lucas er markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni með 13 mörk.

Andri Lucas gekk í raðir Real Madrid árið 2018 en hann hafði áður leikið með unglingaliðum Barcelona og Espanyol.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið