Fylgstu með okkur:

Fréttir

Andri Fannar í leikmannahópi Bologna í annað sinn

Andri Fannar verður á morgun í leik­manna­hópi Bologna í annað sinn á tímabilinu.

Mynd/Twitter

Andri Fannar Baldursson verður í leik­manna­hópi Bologna í annað sinn á tímabilinu þegar liðið mætir Udinese á heimavelli sínum í ít­ölsku A-deild­inni á morgun.

Andri Fannar sat í fyrsta sinn á varamannabekk aðalliðs Bologna þegar liðið vann sigur á Sampdoria í októbermánuði síðastliðnum.

Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur nú valið Andra Fannar í leikmannahóp sinn fyr­ir kom­andi leik í ítölsku A-deildinni, en Andri Fannar er einn af 21 leikmanni sem Mihajlovic valdi.

Andri Fannar, sem er aðeins 18 ára gamall, fór á lán til Bologna á síðasta ári en liðið átti for­kaups­rétt á hon­um og ákvað að nýta sér þann möguleika í fyrrahaust. Andri Fannar hefur á tímabilinu leikið 18 leiki með U19 ára liði Bologna og í þeim skorað tvö mörk.

Bologna er í 10. sæti af 20 liðum í ítölsku A-deildinni eft­ir 24 leiki. Liðið er aðeins tveim­ur stig­um á eft­ir sæti sem gef­ur þátttökurétt í Evr­ópu­deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir