Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Andri Fannar á bekkn­um í sigri Bologna

Andri Fannar sat í fyrsta sinn á varamannabekk aðalliðs Bologna.

Mynd/Twitter

Andri Fannar Baldursson sat í fyrsta sinn á varamannabekk aðalliðs Bologna sem vann Sampdoria, 2-1, í hádegisleik ítölsku A-deildarinnar í dag.

Þetta er í fyrsta skipti sem Andri Fannar er í leikmannahópnum hjá aðalliði Bologna síðan hann kom til félagsins í byrjun árs. Hann kom þá á láni en Bologna átti for­kaups­rétt á hon­um og ákvað að nýta sér þann möguleika í haust.

Andri Fannar, sem er aðeins 17 ára gamall, hef­ur verið iðinn við kol­ann hjá U19 ára liði Bologna og skoraði meðal annars um síðustu helgi.

Sátu einnig á bekknum eða voru ekki í hóp

Böðvar Böðvarsson var á varamannabekknum hjá Jagiellonia Bialystok er liðið tapaði 3-1 fyrir Wisla Plock í pólsku úrvalsdeildinni. Jagiellonia Bialystok er í 7. sæti deildarinnar og hefur 20 stig.

Frederik Schram var á bekknum hjá liði sínu Lyngby þegar það sigraði Horens, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni. Lyngby er í 9. sæti með 19 stig.

Ingvar Jónsson vermdi bekkinn hjá Viborg sem hafði betur gegn Nykøbing, 2-1, í dönsku 1. deildinni. Viborg er í efsta sæti deildarinnar með 30 stig, tveimur meira en Vejle.

Þá var Andri Rúnar Bjarnason ekki í leikmannahópi Kaiserslautern sem lá fyrir Chemnitzer, 3-1, í þýsku C-deildinni. Kaiserslautern er í 17. sæti deildarinnar, sem er fallsæti, og er með 13 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun