Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Andrea hetjan hjá Bunkeflo – Anna Rakel í sigurliði

Andrea Thorisson skoraði sigurmark í Svíþjóð í dag.

Andrea fagnar marki sínu í dag. Mynd/Sydsvenskan

Andrea skoraði sigurmark Linhamn Bunkeflo

Andrea Thorisson var hetja Limhamn Bunkeflo sem lagði Glódísi Perlu Viggósdóttur og samherja hennar í Rosengård á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag en Andrea skoraði sigurmark Bunkeflo í uppbótartíma seinni hálfleiks þar sem lokatölur urðu 3-2.

Andrea byrjaði á varamannabekk Bunkeflo en kom inn á sem varamaður á 89. mínútu og var fljót að skora en mark hennar kom þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma í seinni hálfleiknum.

Andrea er 21 árs og á að baki marga leiki með yngri landsliðum Íslands. Hún hefur leikið lengi í Svíþjóð en hefur þó annað slagið leikið með Þrótti í yngri flokk­un­um.

Sigurinn hjá Bunkeflo var óvæntur því þetta er fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Liðið er 11. sæti, næstneðsta sæti deildarinnar.

Anna Rakel í sigurliði

Anna Rakel Pétursdóttir var í sigurliði Linköpings í dag þegar liðið lagði Lungsbacka, 2-0, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni. Anna Rakel lék með frá upphafi til enda leiksins á miðjunni hjá Linköpings.

Linköpings skoraði úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé og liðið bætti síðan við öðru marki við tíu mínútum fyrir leikslok.

Anna Rakel og stöllur í Linköpings eru toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir úrslit dagsins. Liðið hefur unnið fjóra leiki af fimm og er með 12 stig.

Djurgår­d­en tapaði

Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir, Guðrún Arn­ar­dótt­ir og Ingi­björg Sig­urðardótt­ir léku allar fyr­ir Djurgår­d­en sem laut í lægra haldi fyr­ir Gauta­borg á útivelli, 3-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Djurgår­d­en er í 10. sæti deildarinnar með aðeins 3 stig, jafn mörg og Bunkeflo en með betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun