Umfjöllun
Alfreð var í byrjunarliðinu þegar Augsburg sigraði Hannover
Alfreð var í byrjunarliði Augsburg sem vann flottan 3-1 sigur í þýsku Bundesligunni í dag.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Úr leiknum í dag. ÍV/Getty
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem vann flottan 3-1 sigur gegn Hannover 96 í þýsku Bundesligunni í dag.
Fyrir leikinn hafði Alfreð ekki leikið með liðinu í síðustu fjórum leikjum vegna kálfameiðsla.
Alfreð varð fyrir meiðslum í káfla í leik með Augsburg þann 10. febrúar sl. þegar liðið mætti Werder Bremen í deildinni.
Eins og áður sagði, þá var Alfreð í byrjunarliðinu í leiknum en hann var tekinn af velli eftir klukkutíma leik.
Augsburg var 0-1 undir þegar Alfreð fór af velli, en liðið náði frábærri endurkomu og skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Cordova, Schmid og Hahn sáu um markaskorun liðsins í dag.
Alfreð og félagar færðust fjær fallsvæðinu með þessum sigri í dag. Liðið situr í 14. sæti Bundesligunnar, með 25 stig, eða fimm stigum frá umspilsfallsæti og ellefu stigum frá beinu fallsæti.
Alfreð er í landsliðshópi Íslands sem mætir Andorra næsta föstudag og Frakklandi aðeins þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 6 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 6 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin