Fylgstu með okkur:

Fréttir

Alfreð tók þátt í léttri æfingu með Augsburg

Alfreð Finnbogason er byrjaður að taka þátt í léttum æfingum með Augsburg.

ÍV/Getty

Fram kemur á vef kicker.de í dag að Alfreð Finnbogason hafi tekið þátt í léttri æfingu með Augsburg í gær. Þetta kom einnig fram á vefsíðu félagsins.

Alfreð hefur að öllum líkindum tekið þátt í svipaðri æfingu með liðinu fyrr í dag.

Mikil meiðsli hafa herjað á þýska félaginu síðustu vikur en alls tíu leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli af einhverju tagi.

Alfreð varð fyrir meiðslum í káfla í leik með Augsburg þann 10. febrúar sl. þegar liðið mætti Werder Bremen í þýsku Bundesligunni.

Ólíklegt er að Alfreð spili með Augsburg í deildinni um næstu helgi gegn Hannover 96.

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands, velur næsta fimmtudag landsliðshóp sinn sem mætir Andorra þann 22. mars og Frakklandi þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2020. Það má því segja að Alfreð sé í miklu kapphlaupi við tímann.

Uppfært: 17:30:

Alfreð tók þátt í æfingu með Augsburg í dag. Mynd af honum birtist á Instagram-síðu félagsins:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir