Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Alfreð lék sinn fyrsta leik á tímabilinu

Alfreð spilaði sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði

Alfreð Finnbogason var á varamannabekk Augsburg í dag er liðið mætti nýliðum Union Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Alfreð kom inná sem varamaður á 87. mínútu en hann hefur verið frá í rúma fjóra mánuði vegna kálfameiðsla.

Ruben Vargas kom Augsburg yfir á 59. mínútu en Sebastian Andersson jafnaði metin fyrir Berlínar-liðið tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Undir lok leiksins fékk svo Keven Schlotterberg í liði Union Berlin að líta rauða spjaldið. Augsburg er því komið með sitt fyrsta stig í deildinni á tímabilinu.

Augsburg steinlá fyrir Dortmund í fyrstu umferðinni um síðustu helgi, 5-1, en í næstu umferð fer Augsburg í heimsókn til Werder Bremen sem er í 16. sæti með ekkert stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun