Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Alfreð lék loka­mín­út­urn­ar í tapi

Alfreð lék síðustu mín­út­urn­ar með Augsburg þegar liðið tapaði fyrir Bayer Leverkusen.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason lék síðustu mínúturnar sem varamaður með liði sínu Augsburg þegar það tapaði fyrir Bayer Leverkusen á útivelli í þýsku Bundesligunni í dag.

Alfreð kom inn af bekknum á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-0 og urðu það lokatölur leiksins. Heimamenn í Bayer Leverkusen skoruðu fyrra mark sitt á 25. mínútu leiksins og þar var að verki Moussa Diaby. Nadiem Amiri gerði annað mark liðsins á 59. mínútu og þar við sat.

Augsburg er í 11. sæti deildarinnar með 27 eftir 23 umferðir.

Albert Guðmundsson er ekki enn byrjaður að leika með AZ Alkmaar en liðið vann 2-0 sigur á PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni. Albert hefur síðustu mánuði verið frá vegna meiðsla en það styttist í endurkomu hjá honum.

Þá var Björn Bergmann Sigurðarson ekki í leikmannahópi APOEL frá Nikósíu þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Pafos í kýpversku úrvalsdeildinni. APOEL er í þriðja sæti deildarinnar en Björn Bergmann hefur átt við minniháttar meiðsli að stríða á síðustu dögum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun