Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Alfreð lék klukkutíma í stórtapi

Alfreð og félagar hans í Augsburg áttu ekki góðan leik í þýsku Bundesligunni í dag.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason og liðsfélagar hans í Augsburg réðu ekkert við Hoffenheim í þýsku Bundesligunni í dag. Augsburg tapaði leiknum 0-4.

Alfreð byrjaði á varamannabekknum en var skipt inn á þegar 27. mínútur voru liðnar af leiknum.

Hoffenheim komst snemma yfir í leiknum, á 6. mínútu, og ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleiknum.

Annað mark Hoffenheim leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir klukkutíma leik. Hoffenheim skoraði sitt þriðja mark á 74. mínútu og að lokum það fjórða á 82. mínútu. 0-4 stórsigur hjá Hoffenheim í dag.

Augsburg nálgast fallsvæðið í deildinni með tapinu í dag. Liðið er í 15. sæti með 25 stig og aðeins fjórum stigum meira en Stuttgart, sem er í fallumspilssæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun