Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Alfreð lék í rúmar 20 mín­út­ur í tapi

Alfreð fékk rúmar 20 mín­út­ur með Augsburg sem tapaði fyrir Werder Bremen í Þýskalandi í dag.

ÍV/Getty

Augsburg tapaði í dag fyrir Werder Bremen, 3-2, á útivelli í þýsku Bundesligunni. Alfreð byrjaði á bekknum hjá Augsburg en kom inn á sem varamaður á 73. mínútu leiksins og lék því í rúmar tuttugu mínútur.

Tveir leikmenn í leiknum skoruðu tvö mörk, Yuya Osako fyrir Werder Bremen og Ruben Vargas fyrir Augsburg. Osaku gerði sigurmarkið fyrir Bremen á 67. mínútu.

Stephan Lichtsteiner, fyrrum leikmaður Arsenal og Juventus, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 34. mínútu.

Augsburg er í 16. sæti deildarinnar með aðeins eitt stig eftir þrjár umferðir.

Kolbeinn Birgir Finnsson var í byrjunarliðinu hjá varaliði Dortmund þegar liðið sigraði Dusseldorf, 4-2, í þýsku D-deildinni fyrr í dag. Um var að ræða annan byrjunarliðsleik Kolbeins með liðinu.

Þá var Andri Rúnar Bjarnason ekki í leikmannahópnum hjá Kaiserslautern sem gerði 1-1 jafntefli gegn Mannheim í þýsku 3. deildinni í dag, en Andri glímir þessa stundina við meiðsli.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun