Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Alfreð lék fyrri hálfleik­inn í tapi

Alfreð Finnbogason og liðsfé­lag­ar hans í Augsburg þurftu að sætta sig við 3-0-tap gegn Nürnberg.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason og liðsfé­lag­ar hans í þýska liðinu Augsburg þurftu að sætta sig við 3-0-tap á útivelli gegn Nürnberg í þýsku Bundesligunni í dag.

Alfreð var í byrj­un­arliði Augsburg en var tek­inn af velli í hálfleik.

Staðan var 0-0 í leikhléi en á 52. mínútu skoraði Nürnberg sitt fyrsta mark í leiknum.

Nürnberg bætti svo við tveimur mörkum rétt undir lok venjulegs leiktíma. Liðið skoraði sitt annað mark á 88. mínútu og það þriðja þegar ein mínúta var liðin af uppbótartíma.

Augsburg var fyrir leikinn taplaust í síðustu þremur leikjum og tapið í dag kemur nokkuð á óvart, því Nürnberg situr í næstneðsta sæti Bundesligunnar með aðeins 16 stig og sjö situm frá öruggu sæti.

Alfreð og félagar sitja í 14. sæti Bundesligunnar með 25 stig eða fimm stigum frá umspilsfallsæti og níu stigum frá beinu fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun