Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Alfreð lagði upp í fyrsta sigr­in­um

Alfreð var mættur í byrjunarliðið hjá Augsburg og átti eina stoðsendingu í sigri liðsins í dag.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason og samherjar hans í Augsburg unnu í dag sinn fyrsta sigur í þýsku Bundesliguinni á leiktíðinni þegar liðið lagði Eintracht Frankfurt á heimavelli, 2-1.

Alfreð var í byrjunarliði Augsburg og lék allan leikinn í fremstu víglínu. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Alfreðs á leiktíðinni en hann bar fyrirliðaband liðsins í dag. Fyrir leikinn hafði hann komið tvívegis inn á sem varamaður og leikið í samtals 20 mínútur.

Augsburg var mikið beittara í byrjun leiks og skoraði liðið tvívegis í fyrri hálfleik, á 35. mínútu og á 43. mínútu. Í fyrra markinu kom löng fyrirgjöf inn á teig á Alfreð sem gerði allt rétt og skallaði boltann til hliðar á liðsfélaga sinn Marco Ritcher sem skoraði af stuttu færi úr teignum, 1-0.

Heima­menn í Augsburg voru ekki hætt­ir í fyrri hálfleik, því Florian Niederlechner skoraði glæsimark á 43. mínútu þar sem hann lét vaða á markið og boltinn fór efst í hægra hornið, 2-0.

Eintracht Frankfurt náði að minnka muninn niður í eitt mark á 73. mínútu með marki frá Goncalo Paciencia og þar við sat í markaskorun. Lokatölur því 2-1 fyrir Augsburg.

Þetta var fyrsti sigur Augsburg í þýsku Bundesligunni á leiktíðinni og liðið er nú í 13. sæti deildarinnar með 4 stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun