Fylgstu með okkur:

Fréttir

Alfreð frá keppni í minnst þrjá mánuði

Þjálfari Alfreðs segir að hann verði frá keppni og æfingum í minnst þrjá mánuði.

ÍV/Getty

Eins og greint var frá í gær, þá leikur Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, ekki meira með á þessari leiktíð vegna meiðsla.

Augsburg greindi frá meiðslum Alfreðs á heimasíðu sinni rétt áður en leikmannahópur liðsins var tilkynntur gegn Stuttgart í þýsku Bundesligunni í gær. Þar kom fram að Alfreð hafi átt við meiðsli að stríða í kálfa og gengist undir aðgerð síðasta fimmtudag sem varð þess valdandi að hann myndi ekki leika meira með liðinu á leiktíðinni.

Meiðsli hafa hrjáð Alfreð nokkuð mikið á leiktíðinni en hann hefur misst af tólf leikjum vegna þeirra. Alfreð hefur hins vegar staðið sig mjög vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Alfreð hefur gert tíu mörk í aðeins 18 leikjum í þýsku Bundesligunni á þessari leiktíð.

433.is sló því upp í gær að Alfreð verði frá keppi í 3-4 mánuði en Martin Schmidt, þjálfari Alfreðs, býst við því að hann verði frá keppni og æfingum í tvo mánuði eða í mesta lagi í þrjá mánuði.

„Hann verður að öllum líkindum kominn aftur á ferðina í byrjun júlímánaðar og í besta lagi byrjaður að æfa með liðinu um miðjan júlí,“ sagði Martin Schmidt, þjálfari Alfreðs, við fjölmiðlamenn.

Samkvæmt Schmidt var hásinin á Alfreð illa farin og grípa þurfti því til aðgerðar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir