Fylgstu með okkur:

Fréttir

Alfreð er á und­an áætl­un

Alfreð Finnbogason er á und­an áætl­un í end­ur­hæf­ingu sinni eft­ir upp­skurð á ökkla.

Mynd/Augsburg

Alfreð Finnbogason, sem leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu Augsburg, hefur jafnað sig hraðar eftir aðgerð á kálfa en búist var við.

Martin Schmidt, knattspyrnustjóri Augsburg, sat fyrir svörum fréttamanna eftir æfingu liðsins í dag og þar var hann spurður um stöðuna á Alfreð sem fór í aðgerð á kálfa í aprílmánuði síðastliðnum.

„Alfreð er byrjaður í endurhæfingu eftir meiðslin og þetta lítur allt mjög vel út en hann er tíu dögum á undan áætlun,“ sagði Schmidt í dag um stöðuna á Alfreð.

Meiðsli voru að hrjá Alfreð nokkuð mikið á síðustu leiktíð en hann var fjarverandi í 16 deildarleikjum vegna þeirra. Alfreð stóð sig aftur á móti mjög vel í þeim leikjum sem hann spilaði. Hann skoraði 10 mörk í 18 leikjum.

Schmidt sagði í apríl að Alfreð yrði frá keppni og æfingum í minnst þrjá mánuði.

„Hann verður að öllum líkindum kominn aftur á ferðina í byrjun júlímánaðar og í besta lagi byrjaður að æfa með liðinu um miðjan júlí,“ sagði Schmidt í apríl.

Þýska úrvalsdeildin fer aftur af stað um miðjan ágúst og í fyrstu umferðinni mun Augsburg fara í heimsókn til Borussia Dort­mund.

Íslendingavaktin greindi frá því fyrir rúmum tveimur mánuðum að tyrkneska meistaraliðið Galatasaray væri áhugasamt um að festa kaup á Alfreð sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Augsburg.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir