Fylgstu með okkur:

Fréttir

Alfreð ekki meira með á tíma­bil­inu

Alfreð Finnbogason fór í uppskurð síðasta fimmtudag og spilar ekki meira með Augsburg á leiktíðinni.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason leikmaður þýska knatt­spyrnuliðsins Augsburg leik­ur ekki meira með á þessu tíma­bili.

Augsburg greindi frá þessu á heimasíðu sinni fyrr í dag en Alfreð hef­ur átt við meiðsli að stríða í kálfa og gekkst und­ir aðgerð síðasta fimmtudag og missir því af síðustu fimm leikjum liðsins í þýsku Bundesligunni.

Alfreð hefur átt góða leiktíð fyrir Augsburg en hann hefur gert tíu mörk og lagt upp önnur tvö í 18 leikjum.

Augsburg spilar mikilvægan leik við Stuttgart í deildinni í dag.

Alfreð spilaði um síðustu helgi í mikilvægum 1-3 útisigri á Frankfurt, en með þeim sigri fór Augsburg upp í 28 stig og upp í 14. sæti. Neðstu tvö lið deildarinnar munu í vor falla niður í þýsku B-deildina á meðan liðið í 16. sæti þarf að fara í um­spil um að halda sæti sínu í deild­inni.

Augsburg er með einu stigi meira en Schalke sem er í 15. sæti og sjö stigum meira en Stuttgart, sem er í umspilsfall-sæti.

Blaðamaður Bild greindi einnig frá þessu um leið og leikmannahópur Augsburg var kynntur í dag:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir