Fylgstu með okkur:

Fréttir

Alfreð byrjaður að æfa með bolta

Alfreð er all­ur að koma til eft­ir slæm meiðsli.

Mynd/Augsburger Allgemeine

Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er all­ur að koma til eft­ir slæm ökklameiðsli sem urðu til þess að hann missti af nokkrum leikjum með liði sínu Augsburg á seinni hluta síðustu leiktíðar í þýsku Bundesligunni og tveimur landsleikjum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.

Alfreð byrjaði endurhæfingu sína í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og fór í kjölfarið til Íslands þar sem hann vann náið með sjúkraþjálfurum.

Íslendingavaktin greindi frá því fyrir þremur vikum að Alfreð væri tíu dögum á undan áætlun í end­ur­hæf­ingu sinni.

Síðustu tvær vikur hefur Alfreð stundað hlaupaæfingar hjá Augsburg og verið í stífri endurhæfingu. Hann gat í fyrsta sinn í fyrradag æft með bolta frá því hann fór í aðgerð á ökkla 18. apríl sl. í vor. Hér að neðan má sjá Alfreð æfa með bolta á æfingu með Augsburg.

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Alfreð á síðustu leiktíð og var hann fjarverandi í 16 deildarleikjum vegna þeirra. Alfreð stóð sig hins vegar mjög vel í þeim leikjum sem hann spilaði, en hann skoraði 10 mörk í 18 deildarleikjum.

Þýska úrvalsdeildin fer aftur af stað um miðjan ágúst og Augsburg mun í 1. umferð deildarinnar fara í heimsókn til Borussia Dort­mund.

Augsburger-Allgemeine

LigaInsider

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir