Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Alfreð á bekkn­um all­an tím­ann

Alfreð sat allan tímann á varamannabekknum hjá Augsburg í stórtapi liðsins í dag.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason sat á varamannabekknum hjá Augsburg allan tímann þegar liðið tapaði stórt fyrir Borussia M’Gladbach, 5-1, í þýsku Bundesligunni í dag.

M’Gladbach stýrði leikn­um frá A-Ö, hélt bolt­an­um miklu bet­ur og liðið byrjaði leikinn heldur betur með látum. Eftir aðeins þrettán mínútna leik hafði M’Gladbach 3-0 forystu og rétt fyrir hálfleik kom fjórða mark liðsins. 4-0 í hálfleik.

Florian Niederlechner náði að klóra í bakkann fyrir Augsburg á 80. mínútu leiksins en M’Gladbach innsiglaði sigurinn með fimmta markinu stuttu síðar. Lokatölur urðu því 5-1.

Augsburg er í 14. sæti deildarinnar með aðeins 5 stig eftir sjö leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun