Fylgstu með okkur:

Fréttir

Alfons í viðræðum við Álasund

Alfons er í viðræðum við norska úrvalsdeildarliðið Álasund um að ganga til liðs við það.

Mynd/hd.se

Flest bend­ir til þess að Alfons Sampsted sé á leið til frá sænska liðinu Norköping til norska liðsins Álasund. 433.is greinir frá og segir hann vera í viðræðum við Álasund um að ganga til liðs við það.

Alfons, sem er 21 árs bakvörður, gekk í raðir Norköping árið 2017 þar sem tækifærin hafa verið af skorn­um skammti og hefur hann aðeins leikið fimm leiki með liðinu.

Fjórum sinnum hefur hann verið lánaður frá Norköping en hann lék síðast á lánssamningi með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Tvívegis hefur hann verið á láni hjá IF Sylvia og einu sinni hjá Landskrona BoIS.

Álasund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og keppni í deildinni hefst á ný í byrjun apríl. Hjá Álasundi leika þrír Íslendingar en þeir eru Hólmbert Aron Friðjónsson, Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson. Aron Elís Þrándarson yfirgaf liðið á síðasta ári þegar hann gekk til liðs við OB í Danmörku.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir