Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Albert skoraði í sigri AZ

Albert Guðmundsson skoraði og tryggði AZ Alkmaar 2-1 sigur gegn Heracles í kvöld.

Albert fagnar marki sínu í kvöld. ÍV/Getty

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni, skoraði síðara mark liðsins í 2-1 sigri á Heracles í kvöld.

Calvin Stengs kom heimamönnum í AZ Alkmaar á bragðið strax á 8. mínútu leiksins þegar hann skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Rétt fyrir leikhléið jafnaði Heracles metin í 1-1.

Albert bætti við öðru marki AZ Alkmaar á 65. mínútu. Markið kom upp úr skyndisókn en Albert átti skot í stöng og fékk boltann aftur til sín í frákasti og afgreiddi síðan knöttinn snyrtilega í mark Heracles. 2-1 sigur hjá AZ Alkmaar í kvöld.

AZ Alkmaar er í fjórða sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Þetta var í annað skiptið í röð sem Albert er í byrjunarliði AZ Alkmaar. Hann var mættur í byrjunarlið liðsins í síðustu umferð gegn Feyenoord eftir frábæra frammistöðu í þarsíðasta leik á móti ADO Den Haag þar sem hann skoraði tvö mörk sem varamaður.

Albert hefur nú gert sex mörk í 25 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni með AZ Alkmaar.

Mark Alberts í leiknum í kvöld er hér:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið