Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Albert skoraði af víta­punkt­in­um

Albert skoraði fyrir AZ úr vítaspyrnu í 3-1 sigri liðsins í æfingaleik í kvöld.

Mynd/AZ

Albert Guðmundsson skoraði eitt marka hollenska liðsins AZ Alkmaar í kvöld þegar það vann 4. deildarliðið Eendracht Aalst frá Belgíu, 3-1, þegar liðin mættust í æfingaleik í Dirkshorn í Hollandi.

Albert byrjaði leikinn á varamannabekknum en var skipt inn á í upphafi síðari hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Albert kom AZ Alkmaar í 2-1 með marki úr vítaspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Albert, sem er 22 ára, er að hefja sitt annað tímabil með AZ Alkmaar, eftir að hafa komið þangað frá PSV. AZ Alkmaar endaði í 4. sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og Albert lék 27 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum sex mörk.

AZ Alkmaar er að hefja undirbúning sinn fyrir næsta tímabil en keppni í hollensku úrvalsdeildinni hefst í byrjun ágúst. Fyrir fyrstu umferðina í deildinni mun AZ mæta sænska liðinu BK Häcken í tveimur viðureignum í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið