Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Al­bert og Andri Rúnar skoruðu

Albert og Andri Rúnar skoruðu báðir fyr­ir lið sín í æfingaleikjum um helgina.

Mynd/AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason voru báðir á skot­skón­um í æf­inga­leikj­um með liðum sín­um um helgina, AZ Alkmaar frá Hollandi og Kaiserslautern frá Þýskalandi.

Albert skoraði seinna mark AZ Alkmaar sem vann belgíska úrvalsdeildarliðið And­er­lecht, 2-0, í æfingaleik í gær.

Albert er að hefja sitt annað tímabil með AZ Alkmaar en hann lék 27 leiki fyrir liðið á síðustu leiktíð og skoraði í þeim leikjum 6 mörk.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði þá eina mark Kaiserslautern þegar liðið sigraði enska C-deildarliðið AFC Wimbledon, 1-0, í æfingaleik í fyrradag.

Andri Rúnar gekk í raðir Kaiserslautern í síðasta mánuði og gerði tveggja ára samning við félagið eftir að hafa verið hjá sænska félaginu Helsingborgs í rúmt eitt og hálft ár.

Myndskeið af leik AZ Alkmaar og And­er­lecht má sjá hér fyrir neðan og markið hjá Albert kemur eftir 50. sekúndur, en markið hans Andra Rúnars hefur ekki verið birt.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið