Fylgstu með okkur:

Fréttir

Albert kom­inn aft­ur á ferðina

End­ur­hæf­ing Alberts hef­ur gengið von­um fram­ar.

ÍV/Getty

Albert Guðmundsson er kom­inn aft­ur á ferðina á nýj­an leik með liði sínu AZ Alkmaar eft­ir fót­brot sem hann varð fyrir í leik í september á síðasta ári.

Al­bert braut bein í fæti í leik með AZ Alk­ma­ar þann 29. sept­em­ber síðastliðinn og hef­ur verið frá keppni síðan. Albert þurfti að fara í uppskurð í október og reiknað var með að hann yrði frá keppni í allt að fjóra til fimm mánuði.

End­ur­hæf­ing Alberts hefur gengið vonum framar og hann gæti snúið aft­ur á knatt­spyrnu­völl­inn í lok febrúar. Albert er þessa stundina í æfingaferð með AZ Alkmaar á Spáni og er byrjaður að æfa með bolta, eins og sjá má hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir