Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Albert kom við sögu í sigri AZ – Elías og Mikael byrjuðu báðir

Albert kom við sögu í sigri AZ og þeir Elías Már og Mikael voru í byrjunarliði Excelsior.

ÍV/Getty

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar, kom inn á sem varamaður í kvöld og spilaði síðustu tuttugu mínúturnar með liðinu í 1-0 sigri gegn FC Groningen.

Sigurinn í kvöld hjá AZ-liðinu verður til þess að liðið er komið í 3. sæti deildarinnar með 50 og upp fyrir Feyenoord í stigatöflunni. Feyenoord á hins vegar leik á morgun og getur endurheimt 3. sætið.

Elías Már Ómarsson og Mikael Anderson voru í kvöld báðir í byrjunarliði Excelsior sem þurfti að sætta sig svekkjandi tap við Heerenveen sem skoraði sigurmark í blálokin.

Þeir voru báðir teknir af velli í leiknum. Elíasi var skipt út af á 73. mínútu og Mikael fór af velli á 80. mínútu.

Excelsior er ekki í góðum málum í deildinni en liðið er í 15. sæti og aðeins einu stigi frá því að vera í umspilsfallsæti. Sjö umferðir eru eftir af tímabilinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun