Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Albert í byrj­un­arliðinu í jafn­tefli

Albert Guðmundsson lék í 80. mínútur í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

ÍV/Getty

AZ Alkmaar gerði í kvöld 2-2 jafntefli á útivelli gegn Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Albert Guðmundsson var í  byrjunarliði AZ Alkmaar en var tekinn af velli á 80. mínútu.

AZ Alkmaar skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og fór inn í leikhlé með fína forystu. Í byrjun seinni hálfleiks minnkaði Vitesse muninn og jafnaði leikinn á 77. mínútu. Lokatölur 2-2 jafntefli.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Alberts á árinu. Hann var síðast í byrjunarliði AZ í byrjun desember á síðasta ári og byrjaði á bekknum í næstu 13 leikjum liðsins en í þeim leikjum kom hann sex sinnum við sögu.

Albert og félagar hans í AZ sitja í 3. sæti hollensku deildarinnar með 51 stig þegar sjö umferðir eru eftir af leiktíðinni. Efstu tvö liðin munu tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu á meðan þriðja sætið gefur umspil í Evrópudeildinni. Fjórtán stigum munar á AZ og liðinu í 2. sæti en Feyenoord, í 4. sætinu, er aðeins með fjórum stigum minna en AZ.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun