Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Albert gerði tvennu í tapi AZ

Albert skoraði tvö mörk í svekkjandi tapi í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Albert fagnar marki í kvöld. ÍV/Getty

Albert Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar í kvöld sem tók á móti ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert byrjaði á varamannabekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður á 66. mínútu.

Ado Den Haag skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan í leikhléi var 0-1. Í byrjun seinni hálfleiks, á 47. mínútu, bætti liðið við öðru markinu og komst í góða 0-2 forystu.

Það var svo á 85. mínútu þegar Albert skoraði fyrra mark sitt í leiknum. Í uppbótartíma seinni hálfleiks bætti Albert síðan við sínu öðru marki. Allt stefndi í jafntefli hjá Albert og félögum hans en allt kom fyrir ekki. Sheraldo Becker skoraði sigurmark fyrir Ado Den Haag nokkrum mínútum eftir jöfnunarmarkið og tryggði liðinu því 2-3 sigur. Svekkjandi tap hjá AZ í kvöld.

Albert og félagar hans í AZ sitja í 4. sæti hollensku deildarinnar með 52 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af leiktíðinni. Feyenoord er komið upp fyrir AZ í stigatöflunni, með 53 stig.

Uppfært: 14. apríl, 12:20: 

Mörk Alberts í leiknum eru hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið